La version de votre navigateur est obsolète. Nous vous recommandons vivement d'actualiser votre navigateur vers la dernière version.

Renaud Longchamps

Photographié par Stéphanie Gilbert.

Québecskáld-Sýnisbók, þor Stefansson þýddi, Valdimar Tómasson, Reykjavík, 2005, p. 106-108.

 

Renaud Longchamps faeddist árið 1952. Hann hefur einkum birt hjá Herbes Rouges, VLB og les Écrits des Forges verk sem einkum snýst um efnið og þróun þess. Fyrstu verkum hans hefur verið safnað saman undir heitinu Anticorps. Fyrsti hluti trílógíunnar Décimations áunnu honum Verðlaun Les Forges-stofnunarinnar.

 

Strádráp

(Úr La fin des mammifères, Écrits des Forges)

 

 

Bara að jarðartiminn líði

og við verðum aftur

eilíf

 

Skepnan rífur hina í sig

rými og nauðsyn

 

Líkamlega þraði ég að faerist

minni en maður sjálfur

 

Í þungu eðli tára okkar

ólgar hafið

gufar upp

 

Á únóttinni

sef ég undir hreistri forfeðranna

fyrstu fuglanna

 

***

 

Ég tilheyri eilífðinni

 

þið skuluð halda dauðastundinni

og ótaeku efni

nauðugu

í eðli sem verður aldrei

 

Baetið ekki meiru við himininn

af bláu

 

þvi að þið tilheyrið reglunni

sem viðheldur óreiðu

stjarna

og fjölhaefra ritapa

 

Ég skal ganga mót lúinni birtu

án þess að biða eftir heiminum,

ginnungagapi framtíðarinnar

 

Ég þraði ósýnilega

slóð

rúmi og tíma

 

***

 

Ég lifi kalkkennda einsemd

fyrsta ópsins

 

Milli flögubergs og leirs

skreppur himinninn frá,

háður lofti og vatni

 

Mannkynið signir sig

og fellu í náttbólið

 

Rándýrið sperrir eyrun,

leggur aftur kjaftinn

 

Hér eru lokin

ótilneydd

minnislaus

 

þið steypist niður haeðina

í leit að vindi

vekið upp

öskrð

 

þið leggið á flótta

og snúið aftur

 

Með ginnungagap framtiðarinnar í hjartanu

 

***